News photographs from World War II in Iceland

Ýmsar fréttaljósmyndir frá stríðsárunum. Má sjá á þeim merkingar fyrir prentun, flestar eru svokallaðar wirephoto þannig að gæðin eru ekki alltaf sem best.

Þýskir og bandarískur hermenn

Þýskir flugmenn boðnir velkomnir af herlögreglumanni á 15 tungumálum, en þeir voru skotnir niður yfir Íslandi 1943.

Landgönguliðar við bragga

Dyttað að bragga í einu af herskálahverfum bandarískra landgönguliða 1941.

USAAF bandaríski flugherinn

Eldsneytistankur settur á land í Reykjavík 1943, vel merktur bandaríska flughernum en hann var hluti af landhernum á þessum tíma.

Hvalfjörður á stríðsárunum

Sjórinn er sléttur í janúar 1942 þegar þessi eftirlitsskip bandaríska sjóhersins liggja við akkeri.

Esjan og gaddavír
Stríðsárin

14 bandarísk herskip sjást gegnum gaddavírsflækjuna á ytri höfninni í Reykjavík.

Bernh. Petersen. við höfnina
Höfnin í Reykjavík á stríðsárunum

Hér sést yfir höfnina í Reykjavík, á vinstri hönd er Bernh. Petersen. Eins og má sjá er mikið að gera í uppskipun, trúlega í ágúst 1941

landganga amerískra hermanna

Bandarískir hermenn stíga á land.

Kanadískri hermen við bragga

Kanadískir hermenn að byggja Nissen bragga í Reykjavík 1940.

10000114a

Breskir flugmenn úr áhöfn flugvélarinnar Spirit of Lockheed fylgjast með Íslendingum flytja birgðir yfir á. Flugvélin var gjöf starfsmanna Lockheed flugvélaverksmiðjanna til Breta.

Reykir í Mosfellssveit
Reykir í Mosfellssveit

Bren carrier í Reykjadal í Mosfellssveit við æfingar með Bren .303 vélbyssum.

Reykir img0075b

Gufumökkinn leggur upp frá Suður-Reykjum í Mosfellssveit 1943.

Úlfársfell
Braggar við Úlfársfell

Búðir bandarískra landgönguliða við Úlfarsfell, en samkvæmt texta á myndinni voru 12-14 manns í hverjum bragga.

Úlfarsfell

Liðsmenn 10th Infantry Regiment í Camp Lambton Park á Reykjamelum haustið 1941.

10000072a

Bresk virkjagerðarsveit flytur tvær 6 tommu fallbyssurnar upp í Dalsminni haustið 1940.

stríðsárin Úlfarsfell
Bandarískir hermen við 75mm fallbyssu

Liðsmenn 46th Artillery Battalion, sem hafði m.a. aðsetur í Camp Clayton sem var áfastur og vestan við Camp Lambton Park, með 75mm fallbyssu haustið 1941.

img0083b

Úr „Sacred Hill Hospital“ sem var Helgafellsspítali en spítalinn var hitaður upp með vatni frá Reykjum, á myndinni má sjá hitaveiturörin.

img0094b

Önnur mynd frá tómstundaaðstöðu í  Helgafellsspítala 1943.

img_0135

Bandarískir hermenn í Kollafirði, eru með M1917a1 hjálma og búnir að setja upp Browning M1919 .30-06 vélbyssu.

img_0136

Breskur Nissen braggi í Mosfellssveit

img_0138

Amerískir landgönguliðar raða sér upp fyrir liðskönnun, á myndinni eru þeir með m1917a1hjálma og Browning m1903 riffla í cal .30-06.

img_0139

Vetur í braggahverfi setuliðsins í Reykjavík.

img_0140

Varðganga um vetur, trúlega fyrir norðan (endilega sendið mér póst ef eitthvað má betur fara)

img_0141

Bren-fallbyssuvagnar í Þelamörk Hörgárdal, takið eftir ísbjarnarmerkinu fyrir ofan ljósið.

img_0142

Bandarískur flugmaður fær nudd eftir langt eftirlitsflug 1943.

img_0143

Bresk lúðrasveit spilar á Arnarhóli.

img_0144

Vopnabræður heilsast. Breskir hermenn og bandarískir landgönguliðar fyrir utan Y.M.C.A. bragga  1941.

img_0145

Anton Mynarek loftskeytamaður úr Ju-88 könnunarvél sem var skotin niður af 50. orustuflugsveitinni 24. apríl 1943.

img_0173

Lockheed Hudson úr konunglega breska flughernum (Coastal Command) á könnunarflugi haustið 1942.

img_0147

Bandarískir hermenn ylja sér við kolaofn.

img_0148

Bandaríkjamenn stíga á  land, það má glöggt sjá hvernig myndin hefur verið lituð til að skýra allar útlínur.

img_0150

Winston Churchill á göngu við Alþingishúsið í heimsókn sinni til Íslands 16. ágúst1941.

Winston Churchill

Winston Churchill við hersýningu í heimsókn sinni til Íslands 16. ágúst 1941. Fyrst  fóru í skrúðgöngunni  fyrirmenn hersins, þar á eftir kom hljómsveit, síðan bandaríski landherinn, bandaríski flotinn, bandaríski flugherinn, ástralskir flugmenn, nýsjálenskir flugmenn, því næst breski landherinn, breski flugherinn, norska sveitin og síðast breski sjóherinn. Með Churchill á pallinum eru John Dill, yfirmaður herforingjaráðsins breska, D. Pound, æðsti foringi breska flotans, G. Freemann, varayfirforingi breska flughersins, A. Cadogon, yfirskrifstofuforingi í utanríkismálaráðuneytinu, og Franklin D. Roosevelt, Jr. sonur Bandaríkjaforseta. Við pallinn stóðu m.a. sendiherrar erlendra ríkja. Var herfylkingin um klukkustund að ganga fram hjá palli Churchills.

landganga amerískra hermanna

Bandarískir hermenn stíga á land í Reykjavíkurhöfn.

img_0154

Bandarískur landgönguliði hefur samband við höfuðstöðvar gegnum talstöð sem hann ber á bakinu.

img_0155

Bandarískir hermenn við guðþjónustu utandyra.

img_0156 Bell P-39 Airacobra

Breskir flugliðar fylgjast með þegar Lockheed Hudson vél kemur inn til lendingar , mér sýnist að annað lendingahjólið sé ekki alveg komið niður.

Bell P-39 Airacobra stendur á flugvellinum en hún var sérstök fyrir þær sakir að mótorinn var fyrir aftan flugmanninn en vopnabúnaður vélarinnar var í nefi hennar sem var 37mm fallbyssa, einnig voru vélbyssur í vængjum.