1941

 
Janúar
22. janúar. Bretar og Ástralir ná Tobruk í N-Afríku á sitt vald.
Febrúar

12. febrúar. Fyrstu hersveitir Þjóðverja koma til N-Afríku.

Mars

7. mars Breskar hersveitir koma til Grikklands.
11. mars. Í kjölfar setningar láns-leigulöggjafarinnar í Bandaríkjunum fengu Bandamenn í stórauknum mæli birgðir og vistir frá Bandaríkjamönnum.

Apríl

3. apríl. Stjórnin í Írak styður Þríveldin.
6. apríl. Þýskaland ræðst á Júgóslavíu og Grikkland.
17. apríl. Júgóslavía gefst upp fyrir Þjóðverjum.
24. apríl. Grikkland fellur í hendur Þjóðverjum.

Júní

22. júní. Þýskaland ræðst inn í Sovétríkin og riftir þar með griðasáttmálanum.
Stríðið í Sovétríkjunum stendur til styrjaldarloka. Sovétríkin ganga í kjölfarið til liðs við Bandamenn. Finnar lýsa stríði á hendur Sovétríkjunum.
28. júní. Þjóðverjar hertaka borgina Minsk í Sovétríkjunum.

Júlí

14. júlí. Bretar hertaka Sýrland.

Ágúst

16 ágúst. Winston Churchill kemur til landsins.

Nóvember

Desember