1942

Í byrjun janúar. Loftvarnarnefnd hóf úthlutun eldvarnartækja í Reykjavík. Það voru sanddunkar, sandpokar og skóflur.

loftvarnarnefnd.

Vinnudeilur miklar í Reykjavík.

Bankar á Íslandi lækkuðu innlánsvexti.

Rammar deilur voru út af bráðabirgðalögum um lögskipaðan bindandi gerðadóm í kaupdeilum.

10. janúar

Stefán Jóh. Stefánsson, ráðherra, baðst lausnar í mótmælaskyni við setningu gerðardómslaganna.

14. janúar

Ryskingar milli hermanna og heimamanna í Hafnarfyrði. Tveir Íslendingar særðust. Þrír hermenn teknir fastir.

15. janúar

Fárviðri fór yfir suðvesturland og víðar. Miklar skemmdir á mannvirkjum og skipum á sjó. Fjögur erlend skip strönduðu á Akureyjarrifi og austanvert við Engey. Símabilanir um land allt. Blökkumaður sem var háseti á ameríska skipinu Oneida, var dæmdur af undirrétti í Reykjavík í 6 mánaða fangelsi fyrir ofbeldi. Hafði 2. stýrimaður á sama skipi orðið fyrir ofbeldinu og kærði til íslensku lögreglunnar. Pólska skipið Wigry fórst út af Mýrum. 25 menn fórust, þar af tveir Íslendingar. Tveir komst lífs af, annar þeirra var Íslendingur. Vélskipið Helgi lenti í miklum hrakningum í ofviðrinu. Nokkur skip komu löskuð til hafnar. Vélbáturinn Jón Þorláksson fékk þungt áfall.

21. janúar

Alþýðusamband Íslands og 19 félög  innan þess í Reykjavík og Hafnarfirði hófu fjársöfnun til þeirra sem börðust gegn gerðardómslögunum og voru útilokaðir frá vinnu af þeim sökum.

22. janúar

Tundurdufl sprakk í fjörunni fram undan Skálum á Langanesi. Hús skemmdist og fólk hlaut nokkur meiðsl af, þó ekki hættuleg.

23. janúar

Lögreglustjóri Reykjavíkur auglýsti að „samkvæmt heimild í bráðabirgðarlögum frá 9. desember 1941 um noktun vegabréfa innanlands, hefur dómsmálaráðuneytið fyrirskipað, að allir menn,konur og karlar, 12 ára og eldri, hér í umdæminu, skulu bera vegabréf.“ Ljósmyndarar fengu uppgrip í vinnu.

Í janúar. Vísitalan í janúar var 183 stig.

Í byrjun febrúar

Sjóorusta undan Vestfjörðum. Í Önundarfirði og frá Ísafjarðadjúpi heyrðust um 100 fallbyssuskot. Vélbátur frá Ísafirði sem var að koma úr róðri, sigldi um 2 mínútur í gegnum olíubrák. Bátsverjar sáu blossana úr byssum stórs herskips. Vitamálastjóri tilkynnti: „Vegna hernaðaraðgerða getur nú komið fyrir fyrir að hvenær sem er að slökkt verði á vitunum, fleiri eða færri, hvar sem er á landinu, fyrirvaralaust“ – Sjófarendur voru aðvaraðir um að treysta ekki eins  og áður á neinn vita, heldur reikna með því, að vitar logi ekki (sendi ekki).

3. febrúar

Fyrstu vegabréf afgreidd frá skrifstofu lögreglustjóra  í Reykjavík. 300 bréf afhent fyrsta daginn. Áætlað að um 30 þús. bréf yrðu afhent í Reykjavík.

4. febrúar

Ríkisráðsfundur hinn fyrsti, haldinn á Bessastöðum.

9. febrúar

Ríkisstjórnin birti obinbera  tilkynningu um samninga milli Íslendinga og Bandaríkjastjórnar. Var þar skýrt frá kaupum Bandaríkjamanna á útflutningsvörum okkar til Bretlands og greiðslu þeirra í dollurum. Ríkisstjórnin hafði tekið 3 flutningaskip á leigu í Bandaríkjunum.

13. febrúar

Amerískur tundurspillir siglir á kafvélbátinn Græðir (30 tonn) frá Keflavík. Slysið varð skammt undan Gróttu.  7 menn voru á bátnum, einn fórst, Lárus Maríasson.

14. febrúar

Lundúnarútvarpið skýrði frá hrakningum breskar herdeildar á Austfjörðum. Hermennirnir urðu viðskila  og villtust. 60 komust við illan leik til bækistöðva sinna. Nokkrir komust til bóndabæjar og hlutu þar aðhlynningu. Sjö hermenn urðu úti, þeirra á meðal herdeildarforinginn.

Um miðjan febrúar

Breskir setuliðsmenn höfðu gamanleiksýningar í fiskhúsinu á Þórmóðsstöðum við Skerjafjörð. Leikurinn hét „All this and Iceland to— ” Allt þetta og Ísland líka, — og fjallaði um líf setuliðsmanna, stjórn setuliðsins, komu amerísku hersveitanna hingað  o.fl. —  Auglýstur aðgangur fyrir Íslendinga. Miðaverð 8 krónur.

Loftvarnarnefnd Reykjavíkur birtir ávarp, þar sem almenningur er minntur á,  að „sérstök hætta virðist á því, að gerðar verði loftárásir á hernaðarlega mikilvæga staði, svo sem hafnir, flugvelli, vegi o.fl.“ Og að nauðsynlegt er að „búa sig undir slíka atburði og taka þátt í því björgunarstarfi, sem nauðsynlegt verður.“ Allmikill ótti manna á meðal vegna tíðra loftárásar- eða hættumerkja.

22. febrúar

Amerískur hermaður særði með byssuskoti ungan mann í Hafnarfirði, stakk annan Hafnfirðing með byssusting, þó ekki svo illa, að af hlytust sár.

24. febrúar

Breskur togari strandaði á skeri við Vestmannaeyjar, — losnaði sjálfur af skerinu, en missti skrúfuna og braut stýrið. Vélbáturinn Ársæll dró togarann til hafnar í Vestmannaeyjum.

Í febrúar

Íbúar við Skerjafjörð bundust samtökum um að vernda rétt sinn vegna hernaðaraðgerða Breta. Búið var að rífa eða flytja burtu 15 til 20 hús í febrúar 1942

Ríkisstjórnin birti opinbera tilkynningu til verkamanna utan Reykjavíkur að þeir kæmu ekki til bæjarins í atvinnuleit, þar sem fækka myndi í setuliðsvinnunni.

Frá amerísku herlögreglunni var birt tilkynning, þar sem sag var, að bráðnauðsynlegt væri „að allir fótgangangandi menn og stjórnendur vélknúinna farartækja hlýði tafarlaust bendingum herlögreglunnar eða annara vopnaðra hermanna, þá sem stjórna umferð. Annars myndi ameríski herinn eða ameríska ríkistjórnin ekki bera ábyrgð á lífi þeirra, eða manna, sem eru farþegar í farartækjum  (bifreiðum) þeirra.“

Bandarísku strandvarnarskipi var sökkt undan Garðskaga. 34 menn af áhöfninni fórust, en vélbátur af Suðurnesjum björguðu mörgum og fluttu til Reykavíkur og Keflavíkur. Margir af þem sem björguðust voru stórslasaðir. Um miðjan febrúar unnu 3095 íslenskir verkamenn hjá setuliðinu. Hermaður framdi ofbeldi og svívirðilegt athæfi á tveimur drengjum í Reykjavík, öðrum 7 ára, hinum 9 ára.

Í febrúarlok. Stjórn Alþýðusambans Íslands og stjórn verkalýðsfélaga í Reykjavík birtu áskorun til „verkafólks og launastétta yfirleitt“  að leggja niður vinnu og taka sér frí til þess að husta á útvarpsumræður frá Alþingi um gerðadómslögin, en þær umræður áttu að fara fram mánudagsmorguninn 2. mars kl. 1 e. h.

  1. mars

Hótel Þrastarlundur brann til kaldra kola. Breskir liðsforingjar höfðu haft hótelið fyrir hvíldarheimili.

  1. mars

Útvarpsumræðum um gerðardómslögin frestað, en þær hófust að kvöldi   11. mars.

6. mars

Tveir bandarískir hermenn veittust að tveimur íslenskum piltum  á götu í Reykjavík og slógu annan þeirra í öngvit. – Um þessar mundir voru alltíðar slíkar árásir hermanna á karla og konur.

7. og  8. mars

Tvö umferðaslys urðu á Suðurlandsbraut. Hið fyrra af því að amerísk herbifreið  ók með geysihraða á íslenska fólksbifreið. Af fimm farþegum í ísl. bifreiðinni slösuðust tvær stúlkur og einn karlmaður. – Seinna slysið orsakaðist þegar amerískar herbifreiðar rákust saman. Önnur ætlaði að beygja í sveig framhjá hjólreiðamanni. Fimm hermenn slösuðust.

14. mars

Amerískur hermaður skaut til bana Íslending, Gunnar Einarsson, starfsmann hjá Kol & Salt í Reykjavík. Var Gunnar með öðrum manni í bifreið fyrir austan bæ.  Námu þeir staðar til viðtals við varðmann, óku síðan frá honum og voru stöðvaðir af öðrum varðmanni. Er þeir óku frá honum og höfðu farið 2—4 bíllengdir, sendi varðmaðurinn kúlu gegnum rúðu á bílnum og hæfði höfuð Gunnas. Lést hann litlu síðar.

16. og 17. mars

Umræður um sambúð Íslaendinga við setuliðið fóru fram á lokuðum fundi á Alþingi.

16. mars

Tveir verkamenn við flugvallargerðina í Reykjavík voru handteknir af breskri herlögreglu fyrir þær sakir að ganga að flugvél á vellinum og athuga hana og skoða í matarhléi sínu. Bretar grunuðu þá um að hafa skemmdarverk í huga og fluttu þá í fangelsi á Kirkjusandi, höfðu þá þar í haldi í tvo sólahringa við strangar yfirheyrslur. Var mönnunum síðan sleppt án frekari refsinga.

17. og 18. mars

Setuliðsmenn skutu á smábáta á Skerjafirði 17. mars. Daginn eftir var skotið að smákænu, er maður reri út með ströndinni frá Shellstöðinni að Grímsstaðarholti. Hermennirnir kváðu Skerjafjörð  hættusvæði og mætti enginn fara leyfislaust um hann.

Um miðjan mars

Innrásarhætta og loftárásarhætta var sífellt yfirvofandi. Ríkisstjórnin birti auglýsingu til almennings: „Þar sem ófriðarhættan er nú að áliti hernaðaryfirvaldanna sízt minni en síðast liðið  sumar, þykir nauðsynslegt að sem flestum börnum verði komið úr bænum, svipað og þá var gert, jafnskjótt og færi þykir. Er því brýnt fyrir öllum foreldrum, er hug hafa á þessu, að leitazt við að útvega börnum sínum hið fyrsta dvalarstað í sveit. Þeir, sem eigi hafa tök á slíku, en vilja hinsvegar koma börnum sínum úr bænum, ættu að leita fyrirgreiðslu sumardvalarnefndar. Enn er eigi ákveðið hvenær brottflutningur barna hefst, en foreldrum er eindregið ráðlagt að búa börn sín nú þegar til brottfararinnar, svo að tafir þurfi eigi að verða af þeim sökum.“

Tvær sprengjur féllu úr norskri flugvél, er flaug yfir túnið á Syðri-Hóli í Eyjafirði. Gígir mynduðust í túninu og mold þyrlaðist yfir bæjarhúsin. Slys urðu ekki.

Frá og með 15. mars hófust beinar póstsamgöngur frá Bandaríkjunum til Íslands.

23. mars

Ríkisstjórnin birti aðvörun til almennings viðvíkjandi samskipti við setuliðsmenn. Var aðvörun birt samkvæmt ósk foringja Bandaríkjamanna hér á landi  og fjallaði um skyldur hermanna á verði.

24. mars

Stjórn ameríska setuliðsins birti opinbera yfirlýsingu um banaskotið við Hálogalandið þegar Gunnar Einarsson var drepinn.

Í mars

Um 40 íslenskir vélbátar voru í flutningi með ströndum fram  fyrir setuliðið, einnig margir norskir bátar. Sló í bardaga á götum Siglufjarðar milli Íslendinga og hermanna. Um 100 manns alls lentu  í ryskingunum.

Íslenskir stútentar og bresk herstjórn deildu út af hertöku Stútentagarðsins og dvöl hersins í honum. Yfirlýsingar birtust frá báðum aðilum.

Í marslok

Íbúar í Fossvogi og Seltjarnarneshreppi kröfðust þess að fá vegabréf  eins og Reykvíkingar þar sem þeir færu ferð sinna á sömu slóðum.

Í marslok

Vísitlan í mars var 183 stig, óbreytt frá janúar og febrúar. Bakari í Reykjavík var kærður fyrir óleyfilega verslun við setuliðið. Við húsransókn fundust hjá honum 15 sekkir af hveiti, allmikið af sýrópsdósum, sultuglösum  og bjór.

  1. apríl

Amerískir hermenn sýndu nokkrum  Íslendingum ofbeldi þegar þeir voru að fylgja sjómanni til skips. Íslensk og amerísk lögregla kom á vettvang og afstýrði óhöppum.

  1. apríl

Tundurdufl sprakk í fjöru í Borgarfirði eysta. Urðu miklar skemmdir á húsum  og öðrum mannvirkjum. Næstu daga sprungu enn nokkur tundurdufl (4) í Borgarfirði eystra og ollu skemmdum.

9. apríl

Ríkisstjórnin skorar á almenning „að kaupa nú þegar, svo mikið sem hægt er, út á matvælaseðla þá, sem nú hefur verið úthlutað fyrir tímabilið apríl til júlí. Þetta er nauðsinlegt  til dreifingar á birgðum og vegna takmarkaðs geymslurúms fyrir vörur, sem til landsins voru fluttar.“

Í byrjun apríl

Ráðgert var að safna nokkrum matvælabirgðum til Akureyrar í því skyni að hafa þar forða fyrir Norðurland, ef samgöngur tepptust af óviðráðanlegum ástæðum.

Um miðjan apríl

Breska menningastofnunin The British Council auglýsti að ákveðið hefði verið „að veita þremur íslenskum kandidötum styrk til framhaldsnáms við enska háskóla á komandi háskóla-ári.“ Styrkurinn var ákveðinn 350 sterlingspund til hvers styrkþega. —- Þessi stofnun bauð einnig  styrk til handa fjórum mönnum íslenzkum, er vildu leggja stund á verzlunar- eða iðnaðarnám í Bretlandi. 100 stpd. styrkur. Nokkrum læknakandidötum var gefin kostur á námi við bresk sjúkrahús.

14. apríl

Flugvélin Smyrill steyptist úr 30—40 metra hæð niður í móana skammt frá flugvellinum í Reykjavík. Fjórir menn, er í flugvélinni voru stórslösuðust. Tveir farþegar létust skömmu síðar, breskur höfuðsmaður og Axel Kristjánsson kaupmaður frá Akureyri.

16. apríl

Samkvæmt kröfu herstjórnarinnar auglýsti íslenska ríkistjórnin nýtt bannsvæði út af Seyðisfirði og Loðmundarfirði.

27. apríl

Tilkynnt var í Washington að Bandaríkjamenn hefðu tekið við yfirherstjórn á Íslandi. Norskur skóli fyrir börn flóttamanna tók til starfa í Austurbæjarskóla Reykjavíkur. Kennari var norskur prestur, séra Kruse. 10 börn byrjuðu í skólanum en þá voru 25—30 norsk flóttabörn í Reykjavík.

Í apríl

Vísitalan í apríl var 183, óbreytt í nokkra mánuði. Vegum í nágrenni Reykjavíkur var oft lokað um þessar mundir vegna heræfinga. Stórvandi að fá starfsfólk í ýmsar opinberar stofnanir vegna setuliðsvinnunnar á ýmsum sviðum. Eldspýtnalaust varð á Íslandi um tíma í aprílmánuði.

Í apríl varð tundurdufla mjög vart út af Vestfjörðum. Rak mörg þeirra á fjörur á Hornströndum, í Aðalvík, við Látravita og víðar. Talið  að norskt skip hafi  9. apríl farist vegna á tundurdufls skammt undan landi. Vélbátur frá Flateyri fann þá látinn sjómann í bjarghring út af Súgandafirði.

  1. maí

Útifundur og kröfuganga verkalýðsfélaga í Reykjavík fór nú fram með svipuðum hætti og fyrr. Árið 1941 hafði herinn bannað útifundi og kröfugöngur.

Í maí byrjun

Stjórn bandaríska setuliðsins  birtir  fyrirskipun til hermanna um að þeir mættu ekki nota íslenska strætisvagna á tímabilinu frá kl. 6.30 að kvöldi til kl. 6 að morgni. Þessi skipan var gerð vegna umkvartana landsmanna. Tillynnt var að 11 póstpokar hefðu tapast á leiðinni hingað frá New York.

2. maí

Norsk flugvél hrakti á brott þýska sprengjuflugvél er flaug yfir Ísland.

5. maí

Maður á reiðhjóli varð í Reykjavík fyrir breskri herbifreið er kom á móti honum. Maðurinn kastaðist í götuna og stórslasaðist. Lést hann skömmu síðar.

8. maí

Samkvæmt lögum frá Alþingi var öryggi sjómanna og farmanna aukið. Hleðslumerki fyrirskipað á öll skip er stunduðu flutninga.   Einnig var bannað að flytja bensín og sprengiefni í farþegaskipum.

9. maí

Kosning  ríkisstjóra fóru fram í sameinuðu Alþingi. Sveinn Björsson var endurkjörinn.

11. maí

Togarinn Gyllir kom til Reykjavíkur með 10 skipbrotsmenn er hann bjargaði um 250 sjómílum undan Vestmannaeyjum. Þýsk flugvél hafði grandað skipinu. Á skipinu voru alls 20 menn.

14. maí

Þýsk flugvél yfir Austfjörðum. Hrakin frá ströndinni með skothríð úr loftvarnarbyssum.

16. maí

Hermann Jónasson forsætisráðherra baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Ólafur Thors myndaði nýja ríkisstjórn. Ráðuneyti hans var þannig skipað: Ólafur Thors forsætis –og utanríkismálaráðherra, Jakob Möller fjármálaráðherra, Magnús Jónsson viðskiptamálaráðherra. Forvígismenn 30 félagsdeilda og samtaka sendu út ávarp til almennings, þar sem heitið er á þjóðina að styrkja Normenn með fjárframlögum. Noregssöfnunin hófst 17.maí. Söfnuðust þá strax um 25. þús. krónur.

18.maí

Ríkisstjórin tilkynnti um bannsvæði á Reykjanesi . Hófst tilkynningin á þessa leið:–„Í því skyni að ameríska hernum megi takast að verja Ísland og draga sem mest úr áhættu landsmanna, er aðeins takmörkuð umferð leyfð um svæði það á Reykjanesi, sem sýnt er hér á birtum uppdrætti:“                           Á kortinu var afmarkað stórt svæði, allt frá Litlu Sandvík og þaðan í austur nálægt Sandfellshæð, þaðan í norðaustur til hæðar, er nefnist Littla-Skófell, og þaðan í norðurátt til strandar nálægt Vogastapa. Þorp og byggðarlög flest á þessu svæði  voru undanskilin umferðartálmunum. Til þess að fá að fara inn á bannsvæðið þurfti tilskilin vegabréf. Ljósmyndavélar mátti engin fara með inn á svæðið. Íslenskar flugvélar  máttu eigi fljúga þar yfir, og eigi nær en í 24 km. fjarlægð.

22.maí

Lögin um dómnefnd í kaupgjalds- og verðlagsmálum eða gerðadómslögin svonefndu, er miklar og áhrifaríkar deilur risu af, voru endalega samþykkt í efri deild Alþingis.

24. maí

Á hvítasunnudag. Bandarískur hermaður, er var á verði við herbúðir við Hallveigarstíg í Reykjavík, skaut 12 ára gamlan dreng til bana. Drengurinn hét Jón Hinrik Benediktsson. Hafði hann ásamt öðrum drengjum verið í námunda við herbúðirnar nokkra stund við ýmis konar leiki, einnig átt samtal við varðmanninn. Sendiherra Bandaríkjanna kallaði þá um kvöldið blaðamenn á fund sinn, skýrði frá atburðunum  og flutti ávarp, en í því ýsti hann yfir að „allir sannir Bandaríkjamenn væri harni lostnir vegna þessa sorglega atburðar.“

25. maí

Fjársöfnunin til Noregs nam rúmlega 70 þúsund kr. um þessar mundir.

27. maí

Loftvarnaræfing fór fram fyrirvaralaust í Reykjavík. Vissu menn eigi hvort hér var um æfingu að ræða  eða loftárás. Fór fjöldi manna í byrgi. Stóð æfingin í tvo klukkutíma og reis af megn óánægja.   Ríkisstjórnin auglýsti, að samkvæmt tilkynningu frá bresku flotastjórninni þyrftu öll skip íslensk, 10 til 750 smál. að stærð, að endurnýja ferðaskírteini er áður höfðu verið gefin út.

Í maí

Vísitalan var 182 stig.

Dómsmálaráðuneytið ritaði bæjarstjórn Reykjavíkur bréf þar sem skýrt var frá að í samningum við ríkistjórnina væri ákvæði um að dregið yrði úr óþarfa notkun vinnuafls. Yfirforingi bresku hersveitanna á Íslandi tilkynnti að „vegna brottfarar nokkurs hluta brezku hersveitanna frá Íslandi ber brýna nauðsyn til þess, að öll óafgeidd mál séu útkláð án tafar“, m.a. allar kröfur fyrir vinnu, fyrir vörur seldar setuliðinu, fyrir tjón eða skemmdir vegna framkvæmda breska setuliðsins. Áttu slíkar kröfur að vera komnar til bresku leigumála- og skaðabóta skrifstofunnar fyrir 1. júlí það ár.

Í aprílmánuði og maí

Sýndur var í Reykjavík skopleikurinn „Halló, Ameríka.”

Ameríska herstjórninn tilkynnti, að hún hefði gert víðtækar ráðstafanir til þess að hindra að sjúkdómar bærust með erlendum sjómönnum til landsins.

Herstjórnin tilkynnti ennfremur að hermönnum hefði verið bannað  að veiða í ám og vötnum hér á landi. Einnig hefði þeim verið bannað að skjóta fugla eða nokkur dýr með vopnum hersins.

Stjórn setuliðsins beindi þeirri ósk til almennings, en einkum til bænda, að rjúfa ekki símaleiðslur sem kynnu að liggja í graslendi. Jaframt lýsti herinn því yfir að reynt myndi að færa allar gamlar leiðslur sem lágu um tún og annað graslendi og koma þeim fyrir á hentugri hátt.

Í maílok

Börn voru flutt til sveitadvalar á vegum sumardvalarnefndar svo sem undanfarin tvö ár.

3. júní

Amerískur hermaður hóf skothríð að litlum vélbát (trillu) er var að koma að landi við Grímstaði á Grímstaðarholti. Tveir menn voru í bátnum en þá sakaði eigi. Sendiherra Bandaríkjanna bað afsökunar fyrir hönd hersins og hvað stranga ransókn fara fram út af  atburðum þessum.

júní

 

 

Rauði kross Bandaríkjanna afhenti Rauða kross Íslands að gjöf sjúkrarúm og ýmis konar sjúkragögn sem voru allt að hálfrar miljónar króna virði. Forstöðumaður  ameríska Rauða krossins hér á landi, Mr. Charsles Mc Donald afhenti Sigurð Sigurðssyni formanni Rauða kross Íslands  þessa gjöf í Austurbæjarskóla í Reykjavíkur, að viðstöddum ýmsum valdamönnum, innlendum og erlendum. Sjúkragögnin talin nægileg fyrir 1000 sjúklinga.

5.júní.    Tundurdufl kom í vörpu  vélbátsins Hreiis frá Vestmannaejum er báturinn var að veiðum vestur af Gróttu. Sprakk tundurduflið um 100 metrq fyrir aftan bátinn. Loftþrýstingur varð geysimikill en slys hlaust þó eigi af.

17. júní

Sendiherra Bandaríkjanna, Lincoln Mac Veagh, afhenti landsbókaverði, Guðmundi Finnbogasyni, að gjöf frá Bandaríkjaþingi heildarútgáfu af öllum ritum Georgs Washingtons. Athöfnin fór fram í lestrarsal Landsbókasafnis að viðstöddum virðingamönnum, innlendum og erlendum.

24. júní

Yfir 100 blöð í Bandaríkjunum birtu greinar um Ísland  í tilefni af 1012 ára afmælis Alþingis. Höfundur greinarinnar var kunnur blaðamaður, Fredrik Haskin, við Washington Evening Star.

25. júní

Noregssöfnunin nam nú 140 þúsund krónum.

Í júníbyrjun. Ljósmyndari Bandaríkjahersins tók myndir af fólki á Suðurnesjum.— í Keflavík, Grindavík, Sandgerði, Garði og Höfnum, alls um 1200 manns. Myndirnar teknar vegna vegabréfa sem fólki var gert skylt að bera.

Birt var tilkynning til íbúa og húseigenda við Skerjafjörð þar sem skýrt var frá að enn yrðu rifin um 25 hús þar um slóðir vegna flugvallargerðar.

Jun 27,

The convoy PQ17 left Iceland bound for Murmansk on June 27.
It comprised 35 merchant ships

Um miðjan júní sást þýsk flugvél yfir Grímsey, hún flaug í austur, sást skömmu síðar yfir Raufarhöfn.

Viðskiptasamningur við Bandaríkin sem var gerður var í árslok 1941, var endurnýjaður. Bandaríkjamenn keyptu afurðir Íslendinga en mest af þeim var flutt til Bretlands.

Vinnudeilur hófust í Reykjavík. Vinnustöðvun var hjá Eimskipafélagi Íslands. 22. og 23. júní unnu hermenn að uppskipun úr skipum sem Eimskipafélag Íslands hafði til afgreiðslu í Reykjavík. Verkamannafélagið Dagsbrún skrifaði utanríkismálaráðherra um málið. Deilunni lauk 25. júní.

Í júní. Tveir kunnir Normenn komu til Íslands, stórskáldið Nordahl Grieg og J. S. Worm-Möller próferssor.

Bannsvæðið út af Vestfjörðum minnkað. Fiskimiðin Halinn og Djúpálnum voru nú utan þess.

Áhættuþóknun hækkaði til farmanna á skipum Skipaútgerðar ríkisins eftir deilu og nokkurt þóf.

Vísitalan í júní var 183 stig.

  1. júlí. Þýsk sprengjuflugvél, fjögurra hreyfla, var á sveimi í 50 feta hæð yfir mynni Seyðisfjarðar. Hækkaði flugið og hvarf austur yfir Skálanes.

7.júní. Síldar varð vart Norðanlands. Fyrsta síld á sumrinu í síldarverksmiðju ríkisins á Siglufirði

Heimild: Úr bókinni Virkið í norðri. Hernám Íslands I. Reykjavík 1947, bls.

Útgefandi Ísafoldarprentsmiðja H.F.