1940

13. mars

Sovétmenn og Finnar semja um frið. Finnar afhenda Sovétmönnum
finnsk landsvæði.

10. maí

Bretar hernema Ísland.

746 breskir landgönguliðar hernema Ísland.

Bretar setja herlið á land í Reykjavík. Ríkisstjórn Íslands mótmælir þeirri atför. –Howard Smith sendiherra kom með innrásarhernum,-fyrsti sendiherra Breta á Ísland.– Bretar hétu því að skipta sér ekki af innanríkismálum Íslendinga — Werner Gerlach, aðalræðismaður þjóðverja á íslandi handtekinn. Fjöldi annarra Þjóðverja í Reykjavík teknir höndum og fluttir út í brezku herskipin. Bretar tóku strax á vald sitt margar byggingar ríkisstofana, skóla, geymsluhús og benzínstöðvar. Þeir lokuðu aðalsamgönguleiðum út úr bænum. Reykjavík var svipt úr símasambandi við umheiminn. Útvarpsstöðin var einnig í hershöndum fyrsta daginn.

Tilkynning sem var dreift yfir bæinn.

„Tilkynning.
Brezkur herliðsafli er kominn snemma í dag á herskipum og er núna í
borginni. Pessar rádstafanir hafa verid gerdar bara til pess ad taka sem fyrst nokkrar stádur og ad verda á unda Pjódverjum.
Við Englendingar aeltum ad gera ekkert á móti Islensku landstjorninni og Islenska folkinu, en vid viljum vera Ielandi orl og, sem Danmórk og Norvegur urdu fyrir. Pessvegna bidjum vid ydur ad fá okkur vinsamlegar viðtókur og að hjálpa okkur.
Á medan við erum að fást við Pjódverja, sem eru í Reykjavík eða
annarsstaðar á Islandi, verður um stundarsakir bannað
1 að útvarpa, að senda símskeyti, að fá símtöl
2 að koma inn í borgina eða fara út úr henni fyr nokkra klukkutíma.
Okkur þykir leiðinlegt að gera þetta ónæði; við biðjumst afsokunar á pví og
vonum að pad endist sem fyrst.
R.G. Sturges, yfirforingi”

Þjóðverjar ráðast inn í Holland og Belgíu, Lúxemburg og Frakkland.

Winston Churchill verður forsætisráðherra Breta.

11. maí

Herlið dreifði sér um nágrenni Reykjavíkur og um sveitir austan- fjalls. Það fór einnig upp í Hvalfjörð og Borgarfjörð. Herinn sló tjöldum á mörgum stöðum. Ríkisstjórnin birti orðsendingu til almennings um varnir gegn loft- árásum. Ráðstfanir gerðar til þess að flytja bækur og handrit úr Landsbóka- safninu og Þjóðskjalasfninu. Kennsla féll niður í mörgum skólum í Reykjavík, þar eð Bretar tóku skólabygginar á vald sitt. Samningar um verzlunarviðskipti hófust milli Breta og Íslendinga. Mr. Harris verzlunarfulltrúi var aðalsamningsmaður Breta.

12. maí

Nýskipuð loftvarnarnefnd heldur fyrsta fund sinn. Barnes, brezkum flugmanni, sem hafði verið í haldi á Bessasötöðum vetrarlangt, var sleppt frjálsum.

13. maí

Bretar hófu skotæfingar við Skerjafjörð.–Herliðið vann að því að setja upploftvarnarbyssur og fallbyssur á nokkrum stöðum í útjörðum Reykjavíkur.

14. maí

Fyrsti hljóðmerkjalúðurinn settur upp í Reykjavík. Kennslustöðvun í vorskólum Reykjavíkur náði til 2000 barna á aldrinum 7–10 ára. Hollendingar gefast upp fyrir Þjóðverjum.

15. maí

60 kjallarar í Reykjavík teknir fyrir loftvarnarbyrgi. Artic, skip fiskimálanefndar, kom til Reykjavík eftir hrakninga og hindranir í fyrstu för sinni frá Danmörk.

16. maí

2 stór herflutningaskip komu til Reykjavíkur með aukið herlið. Loftvarnarflauta í Reykjavík blæs sjálfkrafa og hræðir bæjarbúa. Brezki sendiherrann, H. Smith, svarar mótmælum Íslendinga gegn hernáminu.

17. maí

Fjársöfnun var í Reykjavík og víðar handa norsku flóttafólki. Norrænafélagið og Normanslaget gengust fyrir merkjasölu. Rúmlega 6 þúsund krónur söfnuðust. 4000 breskir hermenn leysa af hólmi landgönguliða breska flotans.

18.–22. maí

Varningur frá setuliðinu fluttur í Þjóðleikhúsbygginguna við           Hverfisgötu.

19. maí

Hófst skráning sjálfboðaliðs til hjálpar við loftvarnir í Reykjavík. Um 20. maí. Innflutningstolli af íslenzkum ísfiski aflétt í Englandi,–munaði nálega 10% af verði.

21. maí

Nokkur hluti handritasafns Landsbókasfnsins flutt úr bænum.

Um 22. maí

Fyrsti brezki hermaðurinn jarðsunginn á Íslandi.

23. maí

Sveinn Björnsson sendiherra kom til Reykjavíkur með Dettifossi. Fyrsti fulltrúi Bandaríkjanna á Íslandi Mr. B. E. Kuniholm, skipaðurkonsúll, kom til Reykjavíkur.

25.maí

Ný flugvél TF-SGL kom til Reykjavíkur. Eigandi Flugfélag Íslands. Flugmaður Örn Johnson.

26.maí

Mæðradagurinn. Fjársöfnun fór fram í Reykjavík og víðar til þess að stykja kaupstaðabörn til sveitadvalar. Fyrsta hermannaguðsþjónusta hér á landi fór fram í Hafnarfjaðarkirkju.

Í maí

Norskir flóttamenn komu stöðugt á smáskipum til Íslands. Togarinn Óli Garða frá Hafnarfirði bjargar brezkum flugbát með 7 manna áhöfn.

28. maí

Belgar gefast upp fyrir Þjóðverjum. Þjóðverjar ná Belgíu endanlega
á sitt vald.

28. maí– ?. júni

Breski herinn og hluti þess franska flýr til Bretlands þegar ljóst er
að hluti Frakklands var að falla í hendur Þjóðverjum.

JÚNÍ

4 .júní

12 bílhlöss af bókum og skjölum flutt að Flúðum í Árnessýslu. Úr Þjóðskjalasafninu voru fluttir 154 kassa, úr Landsbókasafninu 90 kassar. Reknetabátar frá Dalvík komu með fyrstu síld þessa,–alls 400–500 tunnur.

8. júní.

Fyrsta almenna loftvarnaræfingin haldin í Reykjavík. Í byrjun júni. Rauði kross Íslands auglýsti, að nú gætu ,,aðstandendur og vinir stríðsfanga í Englandi, búsettir á Íslandi, komið bögglasendingum til þeirra gegnum skrifstofu R. kr. Íslands,, sf ákveðnum skilyrðum væri fullnægt. Brezkur hermaður sakaður um ósiðlegt athæfi í gerð stúlkubarns. Fyrsta mál af slíku tagi eftir hernámið. Sökudólgurinn leidur fyrir herrétt. British Council bauð 10 Íslendingum í mánaðarferðalag til Oxford og London,– auk þess tveim stúdentum námsstyrk til þess að stunda nám við enska háskóla. Hafin fjársöfnun í Reykjavík og víðar til þess að standast straum af dvalarkostnaði og kaustaðabarna í sveit. Fyrsta almenna loftvarnaræfingin haldin í Reykjavík.

14.júní

Skipuð matsnefnd tveimur Englendingum og þremur íslendingum til þess að ,meta allar greiðslur, er ágreiningi valda, út af leigu á húsum, lóðum, skipum, bátum o. fl. og kröfur fyrir hverskonar spjöll og kostnað út af notkun brezku herdeildanna á íslenzkum eignum í sambandi við hernámið.”

16.júní

Togarinn Skallagrímur frá Reykjavík bjargaði 353 brezkum sjóliðum og yfirmönnum af beitiskipinu Andina, sem þýzkur kafbátur hafði skotið í kaf. Eitthvert mesta björgunarafrek Íslendinga á sjó.

17.júní

Vígsla hins nýja háskólahúss í Reykjavík fór fram með mikilli viðhöfn. 59 norskir flóttamenn komu á þremmur skipum til Austfjarða.

22.júní

Jónsmessuhátið í Reykjavíkhaldin til fjársöfnunar í sumardvalarsjóð kaupstaðabarna.

25.júní

Samkvæmt reglugerð frá fjármálaráðuneytinu var ákveðið, að eftirleiðis skyldu tollhafnir aðeins vera tvær: Reykjavík og Akurreyri.

í júni

Vísitalan var í júní 130 stig, hafði hækkað um 9 stig.í júnílok.  Litlu vélbátarnir (trillurnar) voru fluttar til Vestur- og Norðulandsins. Varðskipið Óðinn fór þann 26. með3 báta á þilfari og 3 í fylgd. Flutningaskipið Hekla tók 23 báta þilfar og í lest.

Erlendis var þetta helst:

10. júní. Ítalía lýsir yfir stríði á hendur Bretlandi og Frakklandi.
15. júní. Sovétmenn innlima Eystrarsaltsríkin: Eistland, Lettland og Litháen.
16. júní. Marshall Pétain verður forsætisráðherra Frakklands.
22. júní. Frakkar gefast upp og Þjóðverjar hernema stóran hluta Frakklands.
28. júní. Bretar viðurkenna hershöfðingjann Charles de Gaulle sem leiðtoga Frakklands.

JÚLí

1.júlí

Ákveðið var að taka Laugarnesspítalann við Reykjavík fyrir hermannaspítala. sjúklingar þar fluttir á hressingarhæli að Kópavogi.

2.júlí

Fyrsti barnahópurinn úr Reykjavík lagði af stað til sumardvalar í sveit. Fóru þá alls um 180 börn. Flutningar héldu þvínæst áfram. Þá fór einnig fyrsti barnahópurinn úr Hafnarfirði, — frá Akureyri umsvipað leyti.

4.júlí

Mikil síld fyrir Norðurlandi. Afli ágætur.

5.júlí

Gefin út bráðabirgðalög, sem miðuðu að því að hjálpa norsku flóttafólki, einkun með undanþágu frá fiskiveiðalöggjöfinni.

7.júlí

Mokafli síldar einkum austan Langaness.

9.júlí

Bráðabirgðalög gefin út um þjónustu Íslands erlendis,– um sendiherra og ræðismenn. Póst- og símamálastjórnin bannar samtöl úr landi til skipta. Takmörkuð notkun talstöðva í skipum. Mokafli nyrðra, 30 skip biðu löndunar á siglufirði.

10. júlí

Brezka flotamálaráðuneytið tilkynnti, að brezk tundurdufl hefðu nú verið lögð alla leið frá Orkneyjum til Íslands, á 750 km. löngu svæði, og frá Íslandi til grænlands, á 1200 km. löngu svæði. með þessu gerðar ráðstafnir til að loka tveimur siglingaleiðum, sem mjög voru farnar af þýzkum skipum. — Einnig var tilkynnt hvaða leið skip gætu komizt gegnum tundurduflagirðinguna. Í byrjun júlímánaðar voru meiri kolabirgðir hér á landi en nokkru sinni fyrr.

11.júlí

Þrír Bretar lentu í hrakningum á Ölvusá. Var bjargað eftir 9 klukku stunda volk í bátkænu, er festist á flúðum á ánni. Þýzk flugvél sökkti brezkum togara, sem var á veiðum fyrir Austurlandi. Einn togaramanna fórst, en lítill vélbátur frá Stöðvarfirði bjargaði hinum skipverjum, 12 að tölu. Lögreglustjórinn í Reykjavík birti tilkynningu til bifreiðastjóra og annara stjórnenda ökutækja um varárni í akstri, vegna hins mikla fjölda ökutækja, sem var á flestum vegum og þó einkum í Reykjavík og nágrenn.

28. júlí

Stympingar urðu milli breta og íslendinga í Oddfellowhúsinu í Reykjavík. Síldarafli fyrir Norðurlandi meiri en í manna minnum.

30.júlí

Lögreglustjóri Reykjavíkur skýrði frá því, að frá og með 15. ágúst n.k. yrði myrkvun fyrirskipuð um allan bæinn. Frá sama tíma fyrir hugað að loka veitingahúsum og danssölum klukkan 10 að kvöldi.

 

Í júlí  

Togari seldi afla sinn (ísfisk) erlendis fyrir 10100 sterlingspund. Var það hæsta aflasala, er togari hafði hafði fengið fyrir eina veiðiferð til þess tíma.

2. júlí. Sovétmenn hernema Bessarabarabíu og Búkóvínu.

1. ágúst

Bæjarstjórn Reykjavíkur mótmælir tillögum um myrkvun bæjarins.

 

2.ágúst

Flugskýlið við skerjafjörð brann til kaldra kola. Brezkir hermenn björguðu flugvélinni Haförnin út úr skýlinu.

 

3.ágúst. Ríkisstjórnin gaf út bráðabirgðalög um loftvarnir á Íslandi.

Togarinn Skutull frá Ísafirði bjargaði 27 skipbrotsmönnum af sænska

skipinu Atos, sem skotið var í kaf nálægt Skotlandsströndum.

 

Í ágústbyrjun

Svíar gera tilboð í 125 þús. tunnur saltsíldar.

 

6.ágúst

Herinn bannar Íslendingum umferð um Skerjafjörð innanverðan.

8. ágúst

Ríkisstjórnin skoraði á kartöfluframleiðendur, að þeir tækju engar kartöflur upp til sölu í ágústmánuði, vegna óvissu um innflutning á kartöflum. Fyrsta slátrun sauðfjár í Reykjavík. 36% hækkun á sláturfurðum frá því árið áður. Bræðslusíldarafli tvöfaldur miðað við sama tíma sumarið áður. Síldar- gengð geypileg. 1 miljón 572 þús. hl. komnir í verksmiðjunar. Tugir

 

12. ágúst

Geysimiklar skotæfingar setuliðsins í Reykjavík og nágrenni. Bretar finna í Reykjavík óleyfilega stuttbylgjustöð, er hafði náð sambandi við stuttbylgjustöð í Þýzkalandi. Vélskipið Frekjan kemur úr ævintýralegri ferð frá Danmörku til Reykjavíkur.

13.ágúst.

Eimskipafélag Íslands auglýsti strangar reglur fyrir farþega með skipum félagsins milli Íslands og Bandaríkjanna m. a., að farþegar, sem flytji bréf á laun um borð í skipin fái ekki far með skipum þess.

14.ágúst.

Sendistöð fundin á Akureyri. Eigandi hennar handtekinn og fluttur til Englands.

15.águst.

Bæjarstjórn Reykjavíkur samþykkti ströng fyrirmæli um ferðir út í skip, sem í höfninni liggja. Kostnaður við loftvarnir í Reykjavík orðinn 37  Þús. kr., samkvæmt skýrslu borgarritara.

16.ágúst.

Ríkisstjórnin tilkynnti hættu á innsiglingunni á eykjavíkurhöfn. Togarinn  Helgafell bjargaði 8 skipbrotsmönnum, 7 Svíum og einum Pólverja af sænska skipinu Nils Gorthon.

17.águst.

Ríkisstjórnin gaf út bráðabirgðalög, er fyrirskipuðu öllum, er stuttbylgjustöðvartæki hefðu með höndum að skila þeim tafarlaust til póst- og símamálastjórnarinnar. þung refsing viðlögð.

19.ágúst.

Kviknaði í Miðbæjarskóla Reykjavíkur, lá nærri stórbruna. bretar höfðu skólann til afnota. Herstjórnin þakkaði slökkviliði  Reykja-víkur vasklega framgöngu.

20.ágúst.

Enn landburður af síld. Bræðslusíldaraflinn ein miljón hl. meiri en sumarið áður.

21.ágúst.

Vegna skorts á skiptimynt birti ríkisstjórnin tilmæli til eigenda sparibauka, að þeir ,,leggi sem allra fyrst innihald þeirra inn í bankana´´, Ríkisstjórnin skorar á þá, sem hafa brezka peningaseðla með höndum að afhenda þá strax til bankanna.

22.ágúst.

Umferð í Reykjavík stjórnað í eina klukkustund eftir enskum reglum. Gert af misgáningi.

24.ágúst.

Tilkynning frá vitamálastjóra að slökkt yrði á fjölda mörgum vitum 25. ágúst n. k. Logaði þá á 19 vitum.

27.ágúst.

Ríkisstjórnin gaf út bráðabirgðalög, að tilhlutan félagsmálaráðherra, þess efnis, að slysabætur, ellilaun og örorkubætur hækki í samræmi við dýrtíðina. Mokafli síldar enn fyrir Norðurlandi. Síldin klæd í þróm. Metafli.

30.ágúst.

Ríkisstjórnin auglýsti umferðahöft, vegna hernaðargerða Breta á Seltjarnesi og á Hvaleyri sunnan Hafnarfjarðar. Í ágústlok.  Fatnaður hafði hækkað um 27% á árinu og ljósmeti og eldsneyti 92%.

 

ÁGÚST

3–19. ágúst. Ítalía hernemur Sómalíu sem er hluti af breska heimsveldinu.
13. ágúst. Orrustan um Bretland hefst og þá um leið loftárásir Þjóðverja, fyrst á flugvelli og verksmiðjur í Englandi en síðan á breskar borgir. Loftárásunum halda þeir áfram til styrjaldarloka.

SEPTEMBER

1. september.

Togararnir Egill Skallagrímsson og Hilmir björguðu 40 sjómönnum skammt frá Englandi af Wille de Hasselt,  15 þúsund smálesta skipi.

2.september.

Drukkinn hermaður hóf óspektir með skothríð í Vesturbæ Reykjavíkur.

3.september.

Umferðahöft auglýst í Kladaðarnesi í Árnessýslu, vegna flugvalla Breta og annarra bækistöðva þar.

5.september.

Bretar leyfa heimflutning Íslendinga frá Norðurlöndum. Þjóðverja höfðu áður veitt sitt leyfi.

6.september.

Brezka setuliðið slysatryggir íslenzka verkamenn, er hjá því vinna.

Í byrjun september. Ákveðið að fjölga löregluþjónum vegna setuliðsins:  Í Reykjavík úr 60 í 76, einnig fjölga þeim í Hafnarfirði og á Akureyri.

9.september.

Tilkynnt, að Bretar loki Reykjavíkurhöfn frá kl. 8 að kvöldi til kl. 6 að morgni. Tundurduflagirðing sett í hafnarmynni Reykjavíkur vegna kafbátahættu. Hætt eftir tvo daga.

12.september.

25 skólastjórar hófu fund, samkvæmt boði kennslumálaráðherra, til þess að ræða afstöðu skólanna vegna hins breytta ástands. mættir skólastjórar gagnfræðaskólanna, alþýðuskólanna, menntaskólanna, háskólans, iðnskólans, kvennaskólans og barnaskólanna í Reykjavík og á Akureyri.

 

13. september. Ítalía hefur sókn gegn Egyptalandi frá Líbýju.
27. september. Þjóðverjar, Ítalir og Japanar gera með sér Þríveldasáttmálann þar sem þeir heita hver öðrum fullum stuðningi í stríði.

OKTÓBER

7. október. Þjóðverjar ráðast inn í Rúmeníu. Rúmenía gengst í kjölfarið undir Þríveldasáttmálann.
12. október. Þjóðverjar ákveða að fresta innrás inn í Bretland til vors 1941.
28. október. Ítalir hefja misheppnaða innrás í Grikkland. Eru yfirbugaðir og þurfa að hörfa inn í Albaníu. Grikkir lýsa yfir stuðningi við Bretland.

NÓVEMBER

3. nóvember

Þýsk njósnaflugvél flaug yfir Reykjavík.

7. nóvember. Annað spellvirki framið í bókabúð Snæbjarnar Jónssonar.

10. nóvember. Hermaður bjargar barni frá drukknun í tjörninni í Reykjavík.

Árekstur varð út af Vestmannaeyjum milli línuveiðarans Eldborgar og pólsks skips.

16. nóvember. Bráðabirgðalög gefin út sem heimila ríkistjórninni að taka eignarnámi land við Skerjafjörð sem ætlað er fyrir flugvöll Reykjavíkur.

25. nóvember. Breska herstjórnin tilkynnti hættusvæði úti fyrir Vestfjörðum, frá Skaga í Dýrafirði að Geirólfsgnúpi á Ströndum.

26. nóvember. Pétur Halldórsson borgarstjóri lést, 53 ára að aldri.

30. nóvember. Allsherjar loftvarnaræfing í Reykjavík, önnur aðalæfing ársins . Tókst vel.

Heimild:Úr bókinni Virkið í norðri. Hernám Íslands I. Reykjavík 1947, bls. 297-298.

Útgefandi Ísafoldarprentsmiðja H.F.

Erlendis var þetta helst:

5. nóvember. Franklin D. Roosevelt er endurkjörinn forseti Bandaríkjanna.
20. nóvember. Ungverjaland gengst undir Þríveldasáttmálann.
22. nóvember. Grikkir sigra ítalska herinn.

23. nóvember. Rúmenía gengst undir Þríveldasáttmálann.

DESEMBER

jolakort-5

1. desember

15 félög,– stúdentar og æskulýðsfélög, — gengu í svipmikilli skrúðfylkingu frá Háskólanum til Austurvallar undir kjörorðinu: Ísland fyrir Íslendinga.

2. desember. 39124 íbúar voru í Reykjavík, hafði fjölgað um 905 á árinu.

Á Akureyri voru íbúar 5542, í Hafnarfirði 3707, í Vestmannaeyjum 3579, á Ísafirði 2861, í Neskaupstað 1079, á Seyðisfirði 901.

3. desember. Fiskverð hækkaði mjög mikið. Nýr fiskur hækkaði um 10 aura hvert kg.

4. desember. Togarinn Maí frá Hafnarfirði bjargaði finska skipinu Pandía, 5 þús. smál. að stærð, og dró það til Reykjavíkur.

Í desember byrjun: Austurmörk hættusvæðisins fyrir Vestfjörðum færð frá Geirólfgnúp vestur að Hælavíkurbjargi.

Togarinn Hafsteinn bjargar 6 þúsund smálesta ensku skipi og hjálpar því til breskrar hafnar.

Uppvíst varð um óleyfileg viðskipti Íslendinga við setuliðið.

10. desember. Hættusvæði auglýst úti fyrir Austfjörðum.

Tveir togarar, annar færeyskur, hinn enskur, fórust vegna  tundurdufla úti fyrir Austfjörðum. Mannbjörg.

12. desember. Súlan, vélskip frá Akureyri, bjargar 37 skipbrotsmönnum skammt frá Englandsströndum.

13. desember. Bæjarráð Reykjarvíkur samþykkir að láta Breta fá heitt vatn frá Reykjum í Mosfellssveit, til þess að hita upp herspítala þar í nágrenni.

Reykir img0075b

(Mynd Heitt vatn frá Suður-Reykjum í Mosfellssveit 1943)
Bæjarráð Reykjarvíkur krefst 40 þúsund kr. á ári frá setuliðinu fyrir vatnsnotkun. Setuliðið bauð 25 þúsund krónur.

20. desember. Sjómönnunum Ragnari Karlssyni og Hafsteini Axelssyni sleppt úr fangelsi í Bretlandi.

22. desmber. Þýsk flugvél gerir vélbyssuárás á togaran Arinbjörn Hersir, skamt frá Írlandi.

24. desember. Í reglugerð, útgefin af félagsmálaráðherra, er ákveðið að sjómenn skulu vera stríðsslysatryggðir við strendur landsins eins og í millilandasiglingunum.

Í desember. Sakadómara bárust nokkrar kærur út af brotum á póstreglunum í sambandi við útsendingar veðurfregna.

Íslenskur póstþjónn handtekinn af Bretum, ákærður fyrir að hafa boðið brezkum sjómönnum 2 þúsund krónur til að koma sprengju fyrir í skipi. Var um þrjár vikur íhaldi. Mál hans þá afhent íslenzkum yfirvöldum.

Um miðjan desember. Fundir haldinir í veiðistöðvum Vestfjarða, mótmæla lokun fiskimiðanna. Uggvænlegt ástand á Vestfjörðum um atvinnuhorfur.

Rekdufl hamla veiðum á Halamiðum og víðar út af Vestfjörðum.

Í desemberlok. Skiptimyntin, 215 þúsund krónur í smámynt, komu á markaðinn rétt fyrir áramót. Ríkisféhirðir annaðist söluna.

Vísitala. Meðalvísitala fyrir mánuðina október til desember 1940 var 142 stig.

Fjármál. Í nóvember 1939 skulduðu íslensku bankarnir í lausum skuldum erlendis 13,5 milljón krónur. Í lok nóvember 1940 voru inneignir bankanna erlendis orðnar 42,9 milljón krónur. Hafði hagur bankanna gagnvart útlöndum batnað um 56,4 miljón kr. Í nóvembermánuði 1940 jukust inneignirnar um 21,2 milljón krónur.

Slys og bjarganir.

Á árinu 1940 drukknuðu 58 Íslendingar, þar af 17 af styrjaldarástæðum. Íslensk skip björguðu alls 1118 manns á árinu, þar af 1093 erlendum sjómönnum af 20 þjóðflokkum.

Heimild: Úr bókinni Virkið í norðri. Hernám Íslands I. Reykjavík 1947, bls. 298-299.

Útgefandi Ísafoldarprentsmiðja H.F.

Erlendis var þetta helst

Í desember Bretar hefja gagnsókn gegn Ítölum í M-Afríku.
Á eftir að fylla betur hér inn.